Ísafjörður: handboltinn byrjar í kvöld

Handknattleikslið Harðar á Ísafirði spilar fyrsta leikinn í Grill66 deildinni í vetur. Leikið verður í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst leikurinn kl 19:30.

Það er liðið Vængir Júpiters sem kemur vestur og etur kappi við Ísfirðingana. Frítt er inn á leikinn.

Viðburðastofa Vestfjarða með beina útsendingu frá leiknum.

Hana má nálgast hérna: https://www.youtube.com/watch?v=vOKDbb9yhTE

DEILA