Hjálpræðisherinn nam land á Íslandi vorið 1895 í Reykjavík.
Um það bil hálfu öðru ári seinna, eða haustið 1896, hóf herinn starfsemi á Ísafirði. Fyrsta samkoma Hjálpræðishersins á Ísafirði var haldinn 2. október 1896 og mun hafa farið fram í góðtemplarahúsinu þar sem herinn hélt flestar samkomur sínar fyrsta árið.
Söngur og hljóðfæraleikur hefur löngum verið ríkur þáttur í samkomuhaldi Hjálpræðishersins og þannig var það líka á Ísafirði.
Á myndinni má sjá hornaflokk hersins á Ísafirði í kringum 1916.
Ljósm. Björn Pálsson
Af vefsíðu Ljósmyndasafns Ísafjarðar