Veltibíllinn fer hring um Vestfirðina

Dagana 20. – 23. september 2020 mun Veltibíllinn heimsækja alla grunnskóla á Vestfjörðum. Þegar Brautin – bindindisfélag ökumanna var stofnað árið 1953 var félagið rekið í deildum en árið 1999 var rekstrarforminu breytt og félagið sameinað í eina heild. Nýlega kom í ljós að við þessa breytingu árið 1999 urðu peningar eftir á bankareikningi félagsins á Ísafirði. Var því ákveðið í tilefni af nýjum Veltibíl að nýta peningana til þess að heimsækja Vestfirði og leyfa grunnskólabörnum að fara veltu í nýja bílnum.

Gætt verður að sóttvörnum og bíllinn sótthreinsaður á milli skóla.

Sunnudagur 20. september

12:00 Drangsnes
13:00 Hólmavík
15:00 Reykhólar

 

Mánudagur 21. september

08:00 Bíldudalur
10:00 Tálknafjörður
13:00 Patreksfjörður

 

Þriðjudagur 22. september

08:00 Bolungarvík
10:00 Ísafjörður
13:00 Súðavík

Miðvikudagur 23. september

08:00 Suðureyri
10:00 Flateyri
12:00 Þingeyri

DEILA