Ísafjörður: Lóðin við Eyrarskjól endurgerð

Bæjarráð samþykkti á 1121. fundi sínum tillögu Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Hellur og lagnir ehf. um verkið „Eyrarskjól-lóð“ sem felur í sér endurgerð lóðar leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, landmótun, uppsetningu leiktækja, hellulögn og fleiri verkþætti.

Í minnisblaði sviðsstjóra kemur fram að verkið hafi verið boðið út í júní sl. og þá hafi aðeins eitt tilboð borist í verkið sem var 158% af kostnaðaráætlun.

Tilboðinu var hafnað og í kjölfarið var leitast við að ganga beint til viðræðna við verktaka á grundvelli útboðsgagna.

Samkvæmt minnisblaði er fyrirtækið Hellur & Lagnir ehf. tilbúið að ganga til samninga á grundvelli útboðs fyrir kr. 19.355.300, sem er 117% af kostnaðaráætlun.

DEILA