Fjárréttir á Vestfjörðum haustið 2020

Bændablaðið tekur saman og birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga og bænda um upplýsingar.

Í ár verður gestum ekki heimilt að koma í réttir eins og síðustu ár.

Ástæðan er varúðarráðstafanir og fjöldatakmarkanir vegna kórónu-veirufaraldursins.
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.
Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.

Vestfirðir

Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahreppi, A-Barð. Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 11. sept.
Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði laugardaginn 19. sept.
Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í Skutulsfirði laugardaginn 19. sept.
Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudaginn 27. sept. kl. 14.00
Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudaginn 13. sept.
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 20. sept. kl. 14.00, seinni réttir sun. 4. okt.
Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði laugardaginn 26. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 19. sept.
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardaginn 19. sept.
Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 12. sept.
Miðhús í Kollafirði, Strand. sunnudaginn 20. sept. kl. 17.00, seinni réttir sun. 4. okt.
Minni-Hlíð í Hlíðardal, Bolungarvík laugardaginn 12. sept. um kl. 14.00
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardaginn 19. sept. um kl. 14.00
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. föstudaginn 11. sept. kl. 16.00, seinni réttir lau. 26. sept.
Staðarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 11. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 20. sept. kl. 14.00, seinni réttir sun. 4. okt.
Syðridalsrétt í Bolungarvík laugardaginn 12. sept. um kl. 14.00
Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 26. sept. kl. 16.00

DEILA