Í dag hófust réttarhöldin í máli Samherja gegn Seðlabankanum.
Strax dró til tíðinda þegar Þorsteini Má rann í skap og hann barði í borðið í dómssalnum.
Ekki var að spyrja að því að austanvindurinn í Skjaldfannardal feykti óðara þessu inn á netið:
Þorsteinn núna, Már hin mikli,
er meistari í réttarsprikli.
Borðið því hann brýtur óður,
það borga verður ríkissjóður.
Eftir nokkra umhugsun komu frá Indriða þessu ummæli, að vísu með spurningarmerki:
Þjóðargersemi ?
Máa tekst að máta seint.
Maður er hann slíkur.
Enda löngu orðin hreint
ógeðslega ríkur.