Þorsteinn Ó. Thorarensen fæddist á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi 26. ágúst 1927.
Foreldrar hans voru hjónin Óskar Þorsteinsson Thorarensen hreppstjóri á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, síðar forstjóri BSR, og Ingunn Eggertsdóttir Thorarensen húsfreyja. Foreldrar Óskars voru Þorsteinn Thorarensen, hreppstjóri á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi og Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja, en foreldrar Ingunnar voru Eggert Pálsson, prófastur og alþingismaður á Breiðabólsstað og Guðrún Hermannsdóttir húsfreyja.
Systkini Þorsteins eru:
Eggert, framkvæmdastjóri BSR; Guðrún aðalgjaldkeri; Oddur, sóknarprestur og síðar safnvörður; Skúli, lögfræðingur og fulltrúi; Solveig menntaskólakennari og Ásta Guðrún deildarstjóri. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, fyrrv. menntaskólakennari, borgarfulltrúi og alþingismaður
Börn þeirra eru:
Ingunn, framhaldsskólakennari og síðar framkvæmdastjóri;
Björn, tölvunarfræðingur og tónlistarmaður;
Björg, prófessor við lagadeild HÍ. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1946 og embættisprófi í lögum frá 1952.
Þorsteinn var blaðamaður við Morgunblaðið 1947-61, fréttastjóri við dagblaðið Vísi 1961-66 og fréttaritari Reuters-fréttastofunnar 1951- 86.
Hann stofnaði bókaútgáfuna Fjölva árið 1966 og starfaði þar við umfangsmikla útgáfu og ritstörf allt þar til hann veiktist árið 2000.
Eftir það minnkaði starfsgeta hans þótt hann ynni við skriftir nánast til dauðadags. Þorstein var eljumaður. Eftir hann liggur fjöldi rita af margbreytilegum toga, m.a. bráðskemmtileg umfjöllun í nokkrum ritum um líf og viðhorf stjórnmálamanna um og eftir aldamótin 1900. Auk þess var hann afkastamikill þýðandi.
Þorsteinn lést 26.október 2006.
Morgunblaðið 26. ágúst 2017.
Menningar Bakki tók saman.