Bolungarvíkur golfmót fyrir sunnan

Á morgun fer fram fyrsta Bolungarvíkur golfmótið sunnan heiða, og keppt verður á hinum stór glæsilega Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

 

50 leikmenn eru skráðir til leiks og fer fyrsta hollið út kl 12.00 og það síðasta kl 14.00, Spilaðar verða 18 holur í punktakeppni.

 

Verðlaunaafhending verður í lok dags þegar allir hafa lokið leik.

 

Glæsileg verðlaun eru í boði.

 

Án efa verður hér um skemmtilegan hitting og mót að ræða.

 

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Bolvíkingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við víkina fögru.

 

Opnuð hefur verið Fésbókarsíða – Bolungarvíkur golf -um mótið s.s. tilkynningar og myndir að móti loknu og eru þátttakendur og aðrir áhugasamir aðilar beðnir um að tengjast síðunni.

 

DEILA