Ísafjarðarbær: Trjágróður við lóðamörk

Garðeigendur í Ísafjarðarbæ eru vinsamlegast beðnir um að gæta þess að gróður vaxi ekki af lóðum þeirra og út yfir gangstéttar eða götur þannig að hann hindri umferð vegfarenda, skyggi á umferðarskilti eða götulýsingu.

Byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 7.2.2 setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka.
Þar segir „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka.
Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.“

Meðfylgjandi er ágæt skýringarmynd sem sýnir lágmarksfjarlægðir gróðurs frá gangstétt og götu.

DEILA