Í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sæunnarsunds ákveðið að aflýsa Sæunnarsundi 2020.
Fram kemur á facebook síðu Sæunnarsunds að tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa Sæunnarsundinu þetta árið enda gangi „Sæunnarsund án samveru ekki upp“.
Stjórn sundsins notar tækifærið til að koma þökkum á framfæri til Björgunarsveita sem hafa undanfarin sund sinnt öryggisgæslu og hvetur lesendur til að styðja þessar sveitir.
- Björgunarsveitin Sæbjörg – Flateyri, knt. 470290 2509, 154-26-10272
- Björgunarsveitin Ernir – Bolungarvík – knt. 670683 0289, 0174-26-401
- Björgunarfélag Ísafjarðar – knt. 441198 2059, 0154-26-021043
- Björgunarsveitin Björg – Suðureyri – knt. 521288 2729, 174-26-140173
Öðrum sem komið hafa að viðburðinum undanfarin ár eru sömuleiðis færðar þakkir, ekki síst Sigga Hafberg og öðrum kajakræðurum sem fylgt hafa syndurum á leið yfir fjörðinn.
Sú hefð hefur skapast að sundið skuli fara fram síðasta laugardag í ágúst, á næsta ári er það 28. ágúst.