Blævardalsárvirkjun

Blævardalsárvirkjun er næstminnsta vatnsvél Orkubús Vestfjarða sem nú er í rekstri.

Virkjunin er hlekkur í rafmagnsframleiðslu í Ísafjarðardjúpi og tengd raforkulínum þar.

Blævadalsárvirkjun var endurbyggð árin 2004 og 2005 í kjölfar bilunar sem varð í byrjun árs 2004, en þá eyðilagðist mikið m.a. rafallinn.

Ný 235 kW vél var sett ásamt stjórnbúnaði fjá Volk Wasserkraft í Þýskalandi.

Vélin er útbúin fyrir samkeyrslu fyrir einangrað net (tíðnistýringu) og vatnshæðarstýringu.

Stöðinni er hægt að fjarstýra frá Hólmavík.

DEILA