Spáð er talsverðri úrkomu á Vestfjörðum í dag og á morgun.
Vaxandi norðaustanátt, 15-23 m/s síðdegis en norðan 13-20 á morgun.
Snarpar vindhviður við fjöll, varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Talsverð eða mikil rigning, einkum norðan til.
Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum og hætta á flóðum og skriðuföllum.
Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hætta er á skriðum og grjóthruni í bröttum hlíðum.