Það er bæði mikið grjóthrun á Óshlíðinni og eins er ágangur sjávar að grafa undan veginum á nokkrum stöðum eins og sjá má af þessum myndum sem Valgerður Pálsdóttir tók nú í vikunni.
Þótt ekki séu enn liðin 10 ár frá því að jarðgöngin voru tekin í noktun og þá hætt að þjónusta Óshlíðarveginn eru vegurinn fyrir nokkru orðinn svo gott sem ófær og hættan af ofanhruni er hverjum manni augljós.
Vegurinn var tekin í noktun haustið 1949 og jarðgöngin voru opnuð í september 2010.