Vestri: Grindavík 2:3

Frá fyrsta leik Vestra í deildinni, sem var gegn Leikni. Mynd: Baldur Smári Einarsson.

Knattspyrnulið Vestra lék sinn fyrsta heimaleik á sumrinu á laugardaginn. leikið var gegn Grindavík, sem spáð er góðu gengi í sumar og er líklegt til að vinna sér aftur sæti í úrvaldsdeildinni.

Grindvíkingar byrjuðu betur og komust í 2:0 með mörkum á 23. og 47. mín. Þá tóku Vetsramenn við sér og Sigurður Grétar Benónýsson minnkaði muninn á 64. mínúti og tíu mínútum síðar jafnaði Rafael Jose Navarro Mendez leikinn.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra sagði að það hefði verið gott að ná að jafna leikinn eftri fremur dapran fyrri hálfleik og eftir það hefði Vestri verið jafnvel lílegra til þess að ná forystunni.

Það gekk ekki eftir heldur náðu Grindvíkingar að skora sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var djöfullegt að fá þetta mark á okkur“ sagði Bjarni, en “ við stóðum upp í hárinu á Grindavík.“

Meiðsli hrjá liðið og vantaði leikmenn sem gera tilkall til þess að vera í liðinu sagði Bjarni.

Næsti leikur Vestra verður á miðvikudaginn við toppliðið Þór á Akureyri og verður það krefjandi verkefni, en liðið sýndi á laugardaginn að nýliðarnir í deildinni eru sýnd veiði en ekki gefin.

DEILA