Meirprófsnámskeið með fjarfundafyrirkomulagi á Ísafirði

Hluti hópsins sem lauk meiraprófsnámskeiði. Myndir: aðsendar.

Meiraprófsnámskeiði á vegum Ökulands, ökuskóla á Selfossi, lauk á Ísafirði nýlega en það hófst með bóklegum hætti í byrjun apríl.

15 slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn tóku þátt en námskeiðið markaði þáttaskil í fyrirkomulagi meiraprófs hér á landi þar sem bóklegi hlutinn var tekinn með fjarfundarfyrirkomulagi og er þetta fyrsti hópurinn sem lýkur námskeiði með þessum hætti.

Kemur þetta til með að gjörbreyta meiraprófskennslu til framtíðar að mati Guðna Sveins Theodórssonar skólastjóri en Samgöngustofa  mun leyfa þetta fyrirkomulag áfram.

Námskeiðið fór fram í samræmi við námskrá Samgöngustofu en sérstök áhersluatriði voru almennur akstur á stóru ökutæki, vistakstur og nauðhemlunaræfingar en notast var við sérstakan búnað við þær æfingar á lokuðu svæði við flugvöllinn.

Að mati skólastjórans gekk námskeiðið vel og vonandi verður hægt að halda fleiri meiraprófsnámskeið á næstu árum.

: Guðni Sveinn Thodórsson við kennslubílinn.
DEILA