Vinsælar hlaupa og gönguferðir á Hornströndum

Hornstrandir eru sannkölluð paradís utanvegahlauparans. Þangað liggja engir vegir og eina leiðin til að komast þangað er sjóleiðis.

Seglskútan Aurora er eins og færanlegur fjallaskáli, sem flytur hlauparana frá Ísafirði í Friðlandið á Hornströndum og Jökulfjörðum.

Vegna Covid breyttist verkefnastaða skútunnar Aurora og því var tekið á það ráð að bjóða Íslendingum ferðir á Hornstrandir.

Skútan Aurora tekur 10 gesti og verður heimili hlauparanna þessa 3 daga. Á skútunni eru þrjár gestakáetur, tvær fjögurra manna og ein tveggja manna. Einnig er setustofa, eldhús og aðstaða fyrir skipstjóra og starfsfólk.

Leiðsögumaður er Inga Fanney (skipuleggjandi Dyrfjallahlaupsins og Volcano Trail) og skipstjóri er Ólafur Kolbeinn og taka ferðirnar þrjá daga og er farið frá Ísafirði.

Það voru tvær hlaupaferðir í júní og gengu þær mjög vel. Það verða fjórar hlaupaferðir á dagskrá í júlí og tvær gönguferðir.
Hlaupaferðirnar eru ýmist fyrir vana hlaupara eða byrjendur. Fullbókað er í rólega hlaupaferð á næstu helgi, en þá er farið mjög hægt yfir.

Það er enn eitthvað laust í gönguferðirnar 8.-12. júlí og 15.-19. júlí, hlaupaferðir 27.-29. júlí og yfir verslunarmannahelgina.

DEILA