Vestfjarðastofa býður framleiðendum að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að bæta markaðsstöðu og auka sýnileika vestfirskra matvæla.
Með breyttum neysluvenjum, kröfum um rekjanleika, sjálfbærni og beinni tengingu við framleiðendur, skapast möguleikar fyrir vestfirska smáframleiðendur að sækja enn meira fram.
Í verkefninu felst þátttaka í vinnustofu um vestfirska matarmenningu
Ljósmyndari kemur til hvers framleiðanda og tekur myndir af afurðunum
Aðstoð við að „segja söguna“ um framleiðsluna
Hver og einn framleiðandi fær handleiðslu í stafrænni markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla
Verkefnið er smáframleiðendum að kostnaðarlausu en með því að taka þátt skuldbinda þátttakendur sig til þátttöku í vinnustofu um matarmenningu, til að setja niður „sögu“ um framleiðsluna, taka á móti ljósmyndara og til að nýta myndirnar í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Þátttakendur skila einnig frásögn af þátttöku sinni í verkefninu sem má birta ásamt einni mynd á vefsíðu eða samfélagsmiðlum Vestfjarðastofu þegar verkefni lýkur.
Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 6. júlí 2020 og allar upplýsingar veitir Þórkatla Ólafsdóttir, thorkatla@vestfirdir.is