Flateyri: Gunnukaffi yfirtekur sjoppuna

Gunnukaffi á Flateyri hefur tekið yfir þjónustuna sem bensínsjoppan veitti. Er nú rekið í gamla Kaupfélagshúsinu, sem hét svo síðar Félagsbær, bæði verslun og matsala þar sem hægt er að kaupa gómsæta rétti.

Sérstök opnunarhátíð var í Gunnubæ  í gærkvöldi og þegar tíðindamaður Bæjarins besta leit þar inn var starfsólk í óða önn að undirbúa opnunarhátíðina. Mátti sjá ´amatseðlinum bæði pizzur og hamborgara af margvíslegri gerð.

Það eru hjónin Guðrún B. Guðmundsdóttir og Jón Magnússon sem reka Gunnukaffi.

Opið er frá 11 að morgni til 20 að kvöldi.

 

Í dag  fer fram Götuveisla Flateyrar með fjölbreyttri dagskrá til kvölds.

 

DEILA