Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var inntur efti viðbrögðum Ísafjarðarbæjar við niðurskurði á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem hefur verið birt.
200 m.kr. skellur
„Viðbrögðin eru fyrst og fremst mikil vonbrigði og ljóst að þetta er mikill skellur fyrir sveitarfélagið. Við þetta bætist svo tekjutap vegna þess að skemmtiferðaskipin koma ekki í þeim mæli sem bókanir gerðu ráð fyrir. Samanlagt má gera ráð fyrir að tekjutap vegna þessara tveggja liða verði yfir 200 milljónir.“
Birgir segir að ekki hafi verið teknar neinar ákvarðanir um aðgerðir til að mæta þessu, “ en vissulega kallar þetta á að skoðaðar verði allar leiðir til hagræðingar í rekstri og mögulega frestun framkvæmda á einhverjum sviðum. Það þýðir samt ekkert að fara á taugum og vonandi er þessi skellur bara á þessu ári sem vinnst tilbaka að öllu eða mestu leyti á næsta ári. En s.s. vil bara undirstrika að ekkert hefur verið ákveðið í þessum efnum og ég er bjartsýnn á að við náum að vinna okkur hratt og örugglega í gegnum þetta.“