Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kaus í síðustu viku Kristján Þór Kristjánsson áfram til þess að gegna embætti forseta bæjarstjórnar, Hafdís Gunnarsdóttir var kjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar og Nanný Arna Guðmundsdóttir verður 2. varaforseti bæjarstjórnar.
Þá var líka kosið í bæjarráð. Daníel Jakobsson(D) var kosinn sem formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson (B) varaformaður og Nanný Arna Guðmundsdóttir (Í) er þriðji fulltrúinn í bæjarráð.
Til vara í bæjarráð voru kosin Hafdís Gunnarsdóttir (D), Kristján Þór Kristjánsson (B) og Arna Lára Jónsdóttir (Í).
Samstaða var innan bæjarstjórnar um þessar kosningar sem gildir til næsta árs.