1.200 milljónir til vegamála

Það er ávallt gleðiefni þegar vegir eru lagfærðir.

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að veita 1200 millj­ón­um til viðbót­ar til vega­mála. Meðal verk­efna sem ráðist verður í á grund­velli þess­ara fjár­muna verða verk­efni í Beru­fjarðar­botni, Detti­foss­veg­ur, Kjós­ar­sk­arðsveg­ur, Uxa­hryggja­veg­ur, Skóg­ar­stranda­leið,  og verk­efni við Horna­fjarðarfljót. Eftir því sem kemur fram á mbl.is bólar ekkert á framkvæmdafé til vegagerðar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Bæði verkefnin voru á samgönguáætlun þessa árs, en voru skorin niður.

Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra til­kynnti þetta eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag en þá höfðu blaðamenn verið boðaðir í ráðherra­bú­staðinn.

Uppfært: Samkvæmt nýjustu upplýsingum kemur fjármagn til framkvæmda í Gufudalssveit að því gefnu að öll leyfi fáist á þessu ári.

smari@bb.is

DEILA