Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 1200 milljónum til viðbótar til vegamála. Meðal verkefna sem ráðist verður í á grundvelli þessara fjármuna verða verkefni í Berufjarðarbotni, Dettifossvegur, Kjósarskarðsvegur, Uxahryggjavegur, Skógarstrandaleið, og verkefni við Hornafjarðarfljót. Eftir því sem kemur fram á mbl.is bólar ekkert á framkvæmdafé til vegagerðar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Bæði verkefnin voru á samgönguáætlun þessa árs, en voru skorin niður.
Jón Gunnarsson samgönguráðherra tilkynnti þetta eftir ríkisstjórnarfund í dag en þá höfðu blaðamenn verið boðaðir í ráðherrabústaðinn.
Uppfært: Samkvæmt nýjustu upplýsingum kemur fjármagn til framkvæmda í Gufudalssveit að því gefnu að öll leyfi fáist á þessu ári.
smari@bb.is