Ísafjörður: Harmónikkusýning á morgun

Finnsbúð á Hafrnarstræti.

Byggðasafn Vestfjarða hefur unnið að því að setja upp sýningu að Hafnarstæri 8                ( Finnsbúð) þar sem harmonikur úr safni Ásgeirs S. Sigurðssonar verða til sýnis. það er safninu bæði ljúft og skilt að heiðra minningu þeirra hjóna, Ásgeirs og Messíönu Marzellíusardóttur.

Í bland við fágæt eintök, má finna þar elstu harmonikuna í safninu og harmonikur sem eiga sér áhugaverðar sögur. Harmonikur sem enda á ruslahaugum og er „bjargað“, nikkur sem hafa verið skildar eftir og aldrei vitjað bæði úr viðgerð og líkt í einu tilfelli ein sem gleymdist á skólaferðalagi.

Sýningin verður opnuð á  morgun  föstudaginn  19. júní   kl 17 að  Hafnarstræti 8. Af þessu tilefni hefur Harmonikufélag Vestfjarða sent út tilkynningu og hvetur fólk til þess að mæta og  fagna þessu framtaki.

Harmónikufélag Vestfjarða í heimsókn í Tónlistarskóla Ísafjarðar.
DEILA