Arnfirðingafélagið í Reykjavík og Gyða áhugamannafélag færðu í gær Vesturbyggð 20 stórar trjáplöntur að gjöf.
Trén verða gróðursett á velvöldum stöðum á Bíldudal.
Félögin tvö stefna að því að gera þetta árlega og fá til þess stuðning fyrirtækja á svæðinu.
Það var forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir sem tók móti gjöfinni og Þröstur Leó Gunnarsson og Kristín Pétursdóttir afhentu gjöfina í blíðunni á Bíldudal.