Tveir Ísfirðingar fá fálkaorðuna

Tveir Ísfirðingar voru í dag sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur, fékk riddarakross fyrir framlag til hönnunar fiskiskipa og íslensks sjávarútvegs og Helgi Björnsson  leikari og tónlistarmaður var í dag sæmdur riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar.

All voru fjórtán Íslendingar sæmdir orðunni í dag í tilefni af þjóðhátíðardeginum.

 

Þá var Helgi Björns­son  útnefndur borg­ar­lista­maður Reykja­vík­ur 2020 við hátíðlega at­höfn í Höfða. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í listalífi og samfélaginu. Helga var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.

 

DEILA