Gemlufall í Mýrahreppi var ferjustaður yfir Dýrafjörð allt frá landnámstíð fram undir lok 20. aldar.
Nú hefur Jón Skúlason bóndi á Gemlufalli látið gera upplýsingaskilti við ferjustaðinn við Gemlufallssjó.
Vegagerðin studdi verkið og sá um uppsetningu skiltisins.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur aðstoðaði við að setja saman textann um sögu Dýrafjarðarferjunnar og nú geta vegfarendur lesið sér til og notið útsýnisins um dýrðlegan fjörðinn.