Sjómannadagurinn á Suðureyri

Suðureyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hátíðahöld sjómannadagsins á Suðureyri verða á morgun og er dagskráin þannig:

13:45 Gengið frá Bjarnaborg til Suðureyrarkirkju.

14:00 Fjölnir og félagar verða með Sjómannamessu með léttu ívafi. Stefán Jónsson spilar og syngur og Þá mun Margrét Gunnarsdóttir leika á orgelið.

16:00 Leikhópurinn Lotta sýnir okkur Bakkabræður á Freyjuvöllum.

17:00 Íþróttafélagið Stefnir grillar pylsur ofan í viðstadda ásamt því að farið verður í reiptog og það gæti vel verið að það yrði karahlaup fyrir þá yngstu.

Þeir bátar sem vilja sigla með íbúana um Súgandafjörð á Sunnudagkvöldið mæti í bátana sína kl 20:00 um kvöldið ef veður leyfir. Þessi liður er ekki sérstaklega skipulagður.

Sýningin og grillið er í boði fyrirtækja og útgerða á Suðureyri

Sýningin er í boði fyrirtækja og útgerða á Suðureyri og er haldin á Freyjuvöllum við Fiskvinnsluna Íslandssögu.

Leikhópurinn Lotta verður með sýningu um Bakkabræður, sem er fyrir alla aldurshópa. Sýningin er byggð á þjóðsögunum um Bakkabræður.

 

DEILA