Blábankinn tók til starfa árið 2017 og er samstarfsverkefni í byggðaþróun milli einkaaðila, ríkis og sveitarfélags.
Markmiðið með starfseminni er að finna leiðir til að sem fjölbreyttust þjónusta verði í boði á Þingeyri, gera opinbera þjónustu aðgengilegri, samskiptin milli íbúa og opinberra stofnana skilvirkari, sem og skapa grundvöll að félags- og efnahagslegri nýsköpun.
Blábankinn vinnur að því að efla samfélag sköpunar fyrir þorpið og heiminn, með því að hvetja til starfsemi á staðnum, mynda hæfni og þekkingu, auka fjölda notenda og efla ímynd Blábankans og Þingeyrar.
Forstöðumaður er ábyrgðaraðili Blábanka verkefnisins. Viðkomandi vinnur undir stjórn Blábankans ses og býr á Þingeyri.
Um er að ræða 100% starf í eitt ár til að byrja með, með möguleika á framlengingu eftir því hvernig verkefninu framvindur.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 15. júní 2020. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.