Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar ætla á næstu dögum að fara í umhverfisgöngur um hverfi Ísafjarðarbæjar til að fá yfirlit yfir það sem þarf að gera betur eða laga í umhverfinu, sem og það sem vel hefur verið gert.
Dagskráin er eftirfarandi:
Mánudagur 25. maí: Ísafjörður, efri og neðri bær. Hist hjá Húsasmiðjunni kl. 18:00.
Þriðjudagur 26. maí: Holtahverfi og Hnífsdalur. Hist við sparkvöll í Holtahverfi og gamla barnaskólann í Hnífsdal kl. 18:00.
Þriðjudagur 2. júní: Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Hist við sundlaugar á Suðureyri og Flateyri kl. 18:00 og við sundlaugina á Þingeyri kl. 20:00.
Allir íbúar eru velkomnir að slást í hópinn.
Einnig er vert að benda á að hægt er að senda inn ábendingar um úrbætur í umhverfinu í gegnum ábendingakerfi hér á forsíðu www.isafjordur.is