Barnamenningarsjóður : 3 styrkir til Vestfjarða

Frá tungmálatöfrum á Ísafirði.

Barnamenningarsjóður hefur samþykkt var að veita 42 styrki að heildarupphæð 92 milljónir kr. Þriggja manna valnefnd fjallaði um umsóknirnar. Tilkynnt var um úthlutun við athöfn í Hörpu á degi barnsins, sunnudaginn 24. maí. Umsóknarfrestur rann út 1. apríl sl. og bárust 112 umsóknir.

 

Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að fagráðið hafi í tillögum sínum lagt áherslu á að sinna fjölbreyttum þörfum barna og ungmenna og hafi því verið horft til þátta á borð við aldur, uppruna, færni, efnahag og búsetu.

Af verkefnunum 42 sem hlutu styrk eru þrjú sem tengjast Vestfjörðum.

Strandagaldur á Hólmavík fékk 1,3 milljóna króna styrk fyrir verkefnið:  Galdraskólinn – viltu kynnast göldrunum innra með þér?

Tálknafjarðarskóli fékk 2,3 milljóna króna styrk til verkefnisins : Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð.

Loks fékk verkefnið Tungumálatöfrar 1,5 milljóna króna styrk. Það er er í íslenskunámskeið fyrir 5-11 ára börn og fer fram á Ísafirði. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk börn sem hafa fæðst erlendis eða flutt til annarra landa og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi. Það er þó opið öllum börnum.

 

DEILA