Töluvert annríki er nú hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda er sjósókn með besta móti.
Klukkan níu í morgun höfðu varðstjórar LHG eftirlit með 880 skipum og bátum á miðunum kringum landið, jafnt togurum sem strandveiðiflotanum.
Að loknum tveimur vikum á strandveiðum er ljóst að veiðarnar njóta mikilla vinsælda. Frá í fyrra hefur leyfum fjölgað um 87 og voru að morgni sl. föstudags 540. Er það aukning um 19% milli ára.
Aflabrögð hafa verið góð á flestum stöðum við landið en það sama verður ekki sagt um fiskverðið sem hefur verið 40-60 % lægra en á sama tíma í fyrra.
Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig skipaflotinn blasti við varðstjórunum í morgun.