Á vef lögreglunnar á Ísafirði fyrir einni viku sagði að skemmdir hafi verið unnar á nokkrum leiðum í Grundarhólskirkjugarði og að svo virtist sem að þremur legsteinum hafi verið velt um koll og einn leiðiskross tekin upp.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hafa engar ábendingar borist enn sem komið er. Málið sé því enn óupplýst.
Í athugasemdum við færslu lögreglunnar á facebook tjá margir vanþóknun sína á athæfinu á meðan aðrir vilja kenna vindinum um.
Vonandi er að málið upplýsist fyrr en seinna.