Áhrif búsvæðis á varp tjalda á Íslandi

Jamie Carroll

Fimmtudaginn 14. maí kl. 13:00 mun Jamie Noreen Carroll verja meistarprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Effect of Habitat on Breeding Success and Fledging age in Oystercatchers (Haematopus ostralegus) Breeding in the South, West, and Westfjords of Iceland.“

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Verónica Méndez, vísindamaður Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. Prófdómari er dr. Roeland Bom, nýdoktor við Konunglegu hafrannsóknastofnunina í Hollandi.

DEILA