Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum skilaði á fyrsta ársfjórðungi hagnaði af rekstri fyrir skatta sem nemur 16 milljónum norskra króna, jafnvirði 229 milljóna íslenskra króna.
Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag og þar segir að þetta komi fram í tilkynningu Norway Royal Salmon ASA (NRS) til norsku kauphallarinnar, en það félag fer með 50% eignarhlut í Arctic Fish.
Charles Høstlund, forstjóri samstæðunnar, kveðst í tilkynningunni ánægður með rekstrarniðurstöðu Arctic Fish þar sem hún sé jákvæð um 18,47 norskar krónur, jafnvirði 264 íslenskra króna, á hvert framleitt kíló.
Sú niðurstaða er betri en var hjá framleiðslu NRS í Noregi.