Hefðbundinn bíll er með brunahreyfil sem brennir jarðefnaeldsneyti og rafbíll er knúinn rafmótor sem sækir orku í rafgeymi. Tvinnbíll er með hvort tveggja.
Þessir bílar komu fyrst á markaðinn fyrir rúmum 20 árum og var ekki mikil sala í þeim fyrsta áratuginn.
Í dag er framboðið á þessum bílum alltaf að verða meira í öllum stærðarflokkum og æ fleiri bílaframleiðendur leggja meiri áherslu á raf- og tengiltvinnbíla.
Hlutfall þessara bíla er hvað hæst í Evrópu en aðrar heimsálfur eiga enn sem komið er nokkuð í land í þessum efnum.
,,Rafknúin ökutæki er framtíðin. Við verðum að leggja hart að okkur í framleiðslu á þessum bílum, tækninni fleytir hratt fram og afköst rafhlöðunnar er alltaf að verða meiri,“ sagði Shigeki Terashi einn af yfirmönnum Toyota í Japan en Toyota er einn stærsti framleiðandi tvinnbíla í heiminum.