Halla Signý kristjánsdóttir, alþm. hefur lagt fram fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um burðarþolsmat fjarða og hafsvæða fyrir fiskeldi.
Spyr hún þriggja spurninga um mat á þoli lífríkisins við fiskeldi í sjó. Auk þess að vilja fá yfirlit yfir svæði sem þegar hafa verið metin vill Halla Signý fá upplýsingar um önnur svæði sem koma til greina.
1. Hvaða firðir og hafsvæði hafa þegar verið burðarþolsmetin, sbr. lög um fiskeldi, nr. 71/2008, og hvert er burðarþol hvers og eins þeirra? Svar óskast sundurliðað eftir fjörðum og hafsvæðum.
2. Er unnið að burðarþolsmati á fleiri fjörðum og hafsvæðum? Ef svo er, hverjum og hvenær má vænta niðurstöðu?
3. Hefur ráðherra ákveðið hvaða firði og hafsvæði skuli meta til burðarþols og hvenær það skuli gert, sbr. 6. gr. b laga um fiskeldi?
Til eru upplýsingar um þegar metin svæði og í skýrslu starfshóps frá 2017 um stefnumótun í fiskeldi er neðangreind tafla. Bæst hefur við á Vestfjörðum 2.500 tonna burðarþolsmat fyrir Önundarfjörð.
Nokkur svæði, þar sem fiskeldi er leyfilegt hafa ekki enn verið metin og má þar nefnda Jökulfirði og Eyjafjörð.
Svara er að vænta innan tveggja vikna.