Skaginn 3X sem er með starfsemi á Akranesi og Ísafirði hefur samið við rússneska fyrirtækið Damate Groupum sölu og uppsetningu á sjálfvirkri frystilausn fyrir kalkúnaafurðir.
Söluverðmæti búnaðarins er um 350 milljónir króna og mun uppsetningu hans ljúka í haust.
Damate Group er stærsti framleiðandi kalkúnafurða í Rússlandi og rekur þar nokkrar verksmiðjur.
Framleiðsla síðasta árs var um 131 þúsund tonn af kalkúnakjöti sem var um 48% aukning frá árinu 2018.
Árið 2020 hyggst rússneska fyrirtækið auka afköst í allt að 155 þúsund tonn með opnun á nýrri vinnslustöð með sjálfvirkum búnaði.
Margreyndar lausnir hugmyndaauðgi, lausnamiðuð hugsun og áratuga reynsla í matvælavinnslu hafa lagt grundvöllinn að sérstöðu Skagans 3X.
Fyrirtækið er leiðandi í hönnun og framleiðslu á kæli–og vinnslubúnaði fyrir uppsjávariðnaðinn.
Sú þekking og reynsla verður nú nýtt til hins ítrasta við framleiðslu á lausnum fyrir alifuglaiðnaðinn.