Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga.
Tilkynnt hefur verið um úthlutun ársins 2020 og munu 26 verkefni hljóta styrki að þessu sinni.
Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 56 milljónir kr.
Áherslusvið styrkveitinganna nú eru á verkefni sem hafa tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Grunnskólinn á Hólmavík fær 1,300,000 til verkefnisins Stærðfræði með augum heimsins og Tálknafjarðarskóli fær 1,620,000 í verkefnið Heildstætt nemendamiðað nám með áherslu á heimsmarkmið SÞ
„Umsóknirnar bera vott um þá grósku sem einkennir íslenskt skólastarf, þarna eru fjölmörg spennandi verkefni sem án efa munu auðga nám og tækifæri bæði nemenda og kennara,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Alls bárust 46 umsóknir um styrki úr sjóðnum þegar auglýst var fyrr í vetur og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 155 milljónir kr.