Áhrif kórónufaraldursins á fjárhag Ísafjarðarhafna verða veruleg. Guðundur M. kristjánsson, hafnarstjóri segir að allar bókanir skemmtiferðaskipa i maí og júní séu að þurrkast út og þegar sé byrjað að afbóka komur í júlí. Hann segist ekki eiga von á skipum í júlí og um skipakomur í ágúst og setember sé mikil óvissa. Fyrir utan takmarkanir vegna veirunnar á ferðum milli landi þurfi skipafélögin að sannfæra ferðamenn um að ferðast með skipunum og það verði varla létt verk eftir það sem gengið hefur á undanfarnar vikur.
Guðmundur minnir á að beinar tekjur hafnarinnar séu áætlaðar verða um 140 milljónir króna á ári og að í skýrslu sem unnin var fyrir Ísafjarðarhöfn 2018 eru efnahagslegu áhrifin á svæðinu af komu skemmtiferðaskipanna um 1,2 milljarður króna.
Í minnisblaði sem hafnarstjóri lagði fyrir hafnarstjórn segir að verði raunin um afbókanir sú að fá skip komi fyrir 31. júlí þá sé ljóst að „tekjufall Hafnarsjóðs verður að lágmarki 35% en ef svartasta myndin verður ofaná þá er ljóst að yfir 60% tekna Hafnarsjóðs er fallinn.“