Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. (www.islandafilmu.is)
Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands.
Þær myndir sem birtast nú í fyrsta sinn á vefnum eru af ýmsu tagi. Uppistaðan er heimildamyndir sem gerðar vorum um miðbik 20. aldar af frumkvöðlum kvikmyndagerðar á Íslandi og má þar nefna Ósvald Knudsen, Óskar Gíslason, Ásgeir Long, Sigurð Guðmundsson ljósmyndara og fleiri.
Þarna má finna ómetanlega gullmola sem hingað til hafa eingöngu hafa verið til á filmu en efnið hefur nú verið stafvætt til að opna almenningi aðgengi að vefnum.
Þarna er mikill fróðleikur um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar.
Á þessum kvikmyndum má meðal annars sjá yfirsetu og mjaltir við Ísafjardjúp og smölun í Önundarfirði árið 1958 og myndir frá Hornströndum frá 1954 sem sýna búskap og samgöngur þar og þegar svartfuglsegg eru flutt í kaupstað.
Einnig er þar að finna kvikmynd sem sýnir Ísafjörð árið 1929.