Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum átti í morgun fund með landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um næstu skref í aðgerðum gegn útbreiðslu Covid-19 á norðanverðum Vestfjörðum. Var niðurstaða fundarins sú að sóttvarnalæknir legði til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl , með gildistöku 4. maí nk., gildi fyrir norðanverða Vestfirði, þ.e. Súðarvíkurhrepp, Bolungarvíkurkaupstað og Ísafjarðarbæ, með eftirfarandi takmörkunum tímabilið 4. maí kl. 00:00 til 10. maí 2020 kl. 23:59:
• Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna
samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum.
• Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar
milli fólks verði áfram óheimil.
Að svo stöddu er ekki unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum,segir í tilkynningu frá aðgerðastjórninni, en ætla má að auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt á allra næstu dögum. Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um.
Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags.