Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram hjá þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni að til stæði næstu daga, jafnvel á mánudaginn, að aflétta strangari takmörkunum á norðanverðum Vestfjörðum við Djúp en gilda annars staðar á landinu. Tvo daga í röð hefur ekkert smit greinst á Vestfjörðum.
Fimm náðu bata í gær og eru nú 49 virk smit í umdæminu, öll á norðanverðum Vestfjörðum. Í sóttkví eru 81, flestir í Bolungavík eða 41.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tók 22 sýni til rannsóknar í gær og hefur tekið alls 607 sýni.