Vilja stækka kirkjugarðinn á Ísafirði

Stjórn kirkjugarða á Ísafirði hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld að sveitarfélagið Ísafjarðarbær leggi kirkjugarðinum á Réttarholti í Engidal til tvær landspildur svo stækka megi kirkjugarðinn.

Í upphafi var gert ráð fyrir a garðurinn með um 1000 grafstæðum myndi duga í 35 ár. Krikjugarðurinn var tekinn í noktun 1974.

„Nú er svo komið að kirkjugarðurinn er að fyllast. Verður ekki vikist undan því
að stækka garðinn. Viljum við nota sumarið til að planta trjám syðst í syðri reitinn til
að búa þar til skjólgjarð. Sumarið 2021 yrðu síðan lagðar út götur í syðri reitnum.“ segir sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur í bréfi sínu til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

Á uppdrætti Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekt frá því um 1960 má sjá að hann gerir ráð fyrir að kirkjugarðurinn verði stækkaður til suðurs en síðan til vesturs. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær leggi til þessar tvær landspildur, það er að segja að malarnáminu, sem er fyrir sunnan þessar spildur. Syðri reiturinn mun í dag vera 4500 fermetrar að stærð.

Erindið var lagt fram í bæjarráði og erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

DEILA