Kanadíski flugherinn setur upp færanlega ratsjá á Bolafjalli

Í ár standa yfir umfangsmiklar endurbætur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins hér á landi.

Á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi eru langdrægar þrívíddar ratsjár sem notaðar eru fyrir loftrýmisgæslu og loftrýmiseftirlit Atlantshafsbandalagsins en hluti kerfisins einnig nýttur af Isavia fyrir almenna flugleiðsögu og flugöryggi.

Búnaður kanadíska flughersins.

Verkefnið hófst á Miðnesheiði í febrúar og heldur áfram á Stokksnesi í vikunni.

Meðan verið er að breyta ratsjánum er notast við færanlega ratsjá sem kanadíski flugherinn kom með til landsins í febrúar.

Færanlega ratsjáin sett upp.

Kanadíska ratsjáin hefur nú verið flutt á Stokksnes og sett þar upp og síðan kemur röðin að Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli

Með búnaðinum fylgja 24 sérfræðingar frá kanadíska flughernum. Færanlega ratsjárkerfið er hér í þeim tilgangi að tryggja órofinn rekstur og eftirlit með loftrýminu yfir og við Ísland.

DEILA