Reykhólar: sveitarstjórn vill skóla í skýjunum

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að gera þjónustusamning við Í skýjunum hf. um rekstur Ásgarðs – skóla í skýjunum með fyrirvara um staðfestingu Menntamálastofnunnar,  sem staðfesta þarf rekstrarleyfi skólans.

Mennta- og menningamálanefnd sveitarfélagsis er spennt fyrir framtakinu og bókar að þetta verði skóli óháður staðsetningu sem jafni möguleika barna til náms um land allt.  Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að Ásgarður-skóli í skýjunum verði kynntur sem fyrst
fyrir íbúum Reykhólahrepps.

Skólinn Ásgarður er þannig kynntur á vef Tröppu ehf sem stendur að honum:

Skóli í skýjunum. Starfsemin hefst haustið 2020. Sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir nemendur á unglingastigi. Nemendur sem hafa lokið 7. bekkjar viðmiðum geta hafið nám í Ásgarði. Hægt verður að ljúka 8.-10. bekk á tveimur árum. Megináhersla á nemendamiða og nemendstýrt nám, samstarf og samvinnu. Sýndarveruleikakennslustofur og fjölbreyttar leiðir til náms.“

Skólastjóri verður Kristrún Lind Birgisdóttir.

Síðustu þrjú skólaár hefur nemendum á mið- og unglingastigi  verið kennt “í fjar” eins og það er kallað.

„Nemendur hafa ýmist stundað nám alfarið heiman frá sér eða mætt að einhveju leyti í skólann sinn og stundað nám í fjar að hluta til. Þessi þrjú ár hafa verið okkur dýrmæt og afar mikilvæg reynsla safnast í sarpinn. Í haust ætlum við að stíga skrefið til fulls og opna grunnskóla fyrir nemendur á unglingastigi sem geta þá alfarið stundað nám óháð staðsetningu.“

Gert er  ráð fyrir að nemendur geti lokið unglingastiginu á tveimur til þremur árum í Ásgarði.

DEILA