Frítt Námskeið: Krísur og katastrófur sjálfsstýring á sérstökum tímum

Fræðslumiðstöðin í samstarfi við Vestfjarðastofu og stéttarfélögin VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður Vestfirðingum upp á þetta námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Á þessari 45 mínútna stafrænu vinnustofu mun Gestur fjalla um mikilvægi þess að samþykkja veruleikann eins og hann er en mæta honum í góðu tilfinningalegu ástandi, bæði með hliðsjón af heilsu, ákvarðanatöku og bera kennsl á tækifærin framundan.
Gestur mun einnig kynna aðferðir sem eru hjálplegar við ofangreint.

Gestur er lögreglu- og sérsveitarmaður til 16 ára en hefur undanfarin misseri starfað sem stjórnenda- og teymisþjálfari hjá Complete í Bretlandi en Complete er eitt áhrifamesta félag á heimsvísu í þeim geira.

Hann var síðan kallaður til að leiða hluta af smitrakningarteymi Sóttvarnarlæknis og Almannavarna í kjölfar COVID19 faraldursins og sinnir því samhliða rafrænum vinnustofum og stuðningi við leiðtoga um allan heim.

Aðallega er Gestur samt Bolvíkingur, sonur Sossu Vagns og Pálma Gests.

Námskeiðið er kennt í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti þar sem hverjum hentar. Námskeiðið

DEILA