Menningardvöl á Hólmavík

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um menningardvöl í húsnæði sveitarfélagsins sumarið 2020.

Strandabyggð vill auka lista- og menningarlíf sveitarfélagsins og óskar eftir umsóknum frá listamönnum/listhópum, fræðafólki eða öðrum sem vinna að menningarmálum.

Húsnæðið býðst gjaldfrjálst en í staðinn leggja dvalargestir fram einhversskonar viðburð eða kynningu í sveitarfélaginu.
Hægt er að sækja um dvöl frá 1. júní – 15. ágúst í styttri eða lengri tíma. Húsnæðið sem þjónar hlutverki dreifnáms á veturnar, samanstendur af fullbúnu eldhúsi, 2 salernum, 2 herbergjum og stofu sem hægt væri að nýta sem vinnustofu að hluta eða heild. Því miður er ekki aðgengi fyrir fatlaða þar sem íbúðin er á 2. hæð.

Umsóknarfrestur er frá 15.apríl– 10. maí og skal sækja um á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fer yfir umsóknir og verður úthlutun tilkynnt umsækjendum eigi síðar en 15. maí.

Frekari upplýsingar gefur tómstundafulltrúi,Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

DEILA