Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst styrki og kallar eftir umsóknum vegna verkefna eða viðburða. sem eiga að koma til framkvæmda sumarið 2020.
Verkefnin geta verið á málasviði ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hámarksstyrkupphæð er 1.150.000 kr. Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2020.
Verkefnið þarf að:
hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks,
fela í sér sérstöðu eða nýnæmi
hafa skýr markmið og mælikvarða
Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana, sveitarfélaga eða einstaklinga, nema um sé að ræða doktorsverkefni.
Ekki eru veittir rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa.
Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða.
Starfsfólk Vestfjarðastofu veitir ráðgjöf um styrkumsóknir sé þess óskað.