177 milljónum kr. úthlutað til menningarstarfs úr safnasjóði

Síldarminjasafn Íslands

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur, að fenginni umsögn safnaráðs, úthlutað styrkjum úr safnasjóði að upphæð 177,2 milljónum kr. fyrir árið 2020.

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna og getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna og önnur verkefni.

Að þessu sinni voru veittir 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139,5 milljónir kr. til 48 safna og til viðbótar öndvegisstyrkir að upphæð 37,7 milljónir kr. til 13 safna. Öndvegisstyrkir eru styrkir til 2-3 ára sem viðurkennd söfn geta sótt um til stærri skilgreindra verkefna.

Meðal þeirra sem hlutu Öndvegisstyrki á þessu ári er Sauðfjársetrið á Ströndum og Byggðasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti sem bæði fengu 2,5 miljónir í styrk. Þá fengu þessi söfn og Byggðasafn Vestfjarða lægri styrki til einstakra verkefna.

DEILA