Íslenska sjómannaalmanakið hefur í níu áratugi verið handbók sjávarútvegsins hér á landi.
Bókin er nauðsynlegt uppflettirit í hverju skipi.
Í bókinni er skrá yfir öll skip í íslenska flotanum, sem eru hátt í 2000, með myndum og upplýsingum um skipin og útgerðirnar.
Skrá er yfir allar helstu hafnir landsins ásamt greinargóðum upplýsingum um þær þar með talin ljósmyndir og kort.
Margvíslegar aðrar upplýsingar er að finna í bókinni svo sem aflaheimildir, sjávarföll, vitaskrá, fjarskipti, öryggi, sólartöflur, vegalengdir, lög og reglugerðir.
Bókin er um 700 síður að lengd.