Tveir Ísfirðingar í framboði til stúdentaráðs HÍ

Í dag og á morgun fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en það er vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann.

Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða Háskóla Íslands og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta.

Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta.

Tveir Ísfirðingar eru nú í framboði til stúdentaráðs Háskóla Íslands en það eru þeir Hilmar Adam Jóhannsson oddviti á verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir hönd Vöku og Magnús Orri Magnússon sem er að læra íþrótta- og heilsufræði. Hann er í 3. sæti á menntavísindasviði fyrir hönd Vöku.

Nú verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur, en oft er það svo að þeir sem taka þátt í stúdentapólitík verð seinn áberandi í landsmálunum.

Magnús Orri Magnússon skipar 3. sæti á menntavísindasviði fyrir hönd Vöku.

Hilmar Adam Jóhannsson
Oddviti á verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir hönd Vöku

DEILA